New OOTS products from CafePress
New OOTS t-shirts, ornaments, mugs, bags, and more
Page 1 of 4 1234 LastLast
Results 1 to 30 of 103
  1. - Top - End - #1
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Secrets of the Dragonstones [IC]

    Þið hafið verið að ferðast í gegnum Blackweald skóg í Terenoc síðustu daga - í upphafi voruð þið að fylgja Saldeskum farandkaupmanni að nafni Jószep, en hann hafði einungis áhuga á fylgd að smábæ þar sem hann gat selt afganginn af flauelinu sem hann var með, en þið hélduð áfram gegnum skóginn. Þegar langur tilbreytingalaus dagur á göngu gegnum laufþykknið er að kvöldi kominn þynnist skógurinn meðfram veginum, og þorp umlukið skíðgarði úr trjábolum kemur í ljós framundan. Vörður með spjót lýkur upp hliðinu kallar þegar þið nálgist: "Hverjir eruð þið ferðalangar, og hvað dregur ykkur hingað til Launise?" Slíkt kemur ykkur lítið á óvart, hér um slóðir eru bæir víggyrtir og yfirleitt er grennslast fyrir um ferðamenn áður en þeim er hleypt inn fyrir. Þó er fólkið oftast vingjarnlegt og gestrisið þegar inn fyrir er komið, þetta er einungis varúðarráðstöfun gagnvart þeim hættum - ræningjum, útlögum, úlfum, drýslum og fleiru enn verru - sem leynast í skóginum.

    Spoiler
    Show
    Jæja, þá er þetta byrjað. Nú ætlast ég til að allir characterar kynni sig áður en lengra skal haldið, svona til að koma ykkur í character(a). Þegar þið talið í character, notið liti og bold. Einn litur per character takk, svo það sé auðvelt að sjá hver er að tala. Það ætti að vera nóg af litum fyrir ykkur alla, ef það eru einhver slagsmál um vinsæla liti er það bara fyrstur kemur, fyrstur fær. Allt annað en lýsingar í character fara í svona spoiler sem þið kunnið vonandi að gera ennþá. Þá er ég að tala um hluti eins og tengingaköst, spurningar sem er ekki viðeigandi að setja í OOC þráðinn, hluti sem þið 'gerið' (ss. "Ég kasta Stinking Cloud, miðað á reitinn fyrir framan orka shamaninn, Fort DCið er 17 blablabla" eða "Ég leita undir rúminu" osfrv.) og þess háttar. Ef eitthvað er ekki ljóst, bara spyrjið mig á MSN eða eitthvað.
    Last edited by Swooper; 2008-01-07 at 06:37 PM.
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  2. - Top - End - #2
    Pixie in the Playground
     
    NecromancerGuy

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Heilir og sælir! Waedry ap Gwdyn, til þjónustu reiðubúinn! Waedry tekur ofan hjálminn og hneigir sig djúpt.

    Borogrim hristir hausinn lítilega áður en hann lítur af hátíðlega gnóminum og kynnir sig.
    Borogrim Marmaraskeggur heiti ég, og erindi okkar er næturgisting og annars stutt viðkoma.
    Last edited by Sir Thorri; 2008-01-07 at 07:00 PM.

  3. - Top - End - #3
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Velan tekur skref fram og heilsar verðinum

    Ég er Velan Carrick og einungis förulangur á þessum slóðum, þó svo að öðru hverju fylgi maður kaupmönnum hér í gegnum skóginn. Varla kannist þið við hann Jószep? Við fylgdum honum nýlega.

    Spoiler
    Show
    Jæja, þetta er þá loksins komið af stað, sjáum hvurnig þetta fer.

  4. - Top - End - #4
    Pixie in the Playground
     
    Zombie

    Join Date
    Feb 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Ljóshærður ungur maður réttir upp hönd og segir
    Sæll vertu vörður ég heiti Hygweard
    Mjög þrekinn dvergur stígur framm úr mannmergðinni.
    Ég er Rodovan Broncestein
    Last edited by Lurch; 2008-01-08 at 10:56 AM.

  5. - Top - End - #5
    Pixie in the Playground
     
    GreenSorcererElf

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Mjór maður og dökkur yfirlitum stígur fram teymandi múlasna.
    Xerxes er nafnið segir hann mjóróma.

    Stór og sterk vera stígur fram við hlið Xerxes. Vörðinum bregður í brún þegar hann sér að þetta er álfur, en grænn álfur með hreistur og vængi.

    Shinlongrien Drekasonur heiti ég. Borogrim talaði fyrir hönd okkar allra þegar hann sagðist leita að næturgistingu.

  6. - Top - End - #6
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Vörðurinn virðir ykkur fyrir sér stutta stund og opnar svo hliðið upp á gátt. "Gott og vel, velkomnir til Launise, ferðalangar. Þið getið fundið gistingu á þorpskránni, Skjónum og hárkollunni." Hann bendir ykkur niður eftir aðalvegi þorpsins þegar þið komið inn fyrir hliðið.

    Launise er smáþorp með einungis um 100 íbúa, giskið þið á miðað við húsafjölda. Húsin eru öll byggð úr tré, enda auðvelt að útvega slíkan efnivið hér inni í miðjum skóginum. Göturnar eru tómar enda tekið að skyggja, en þið heyrið hljóð og sjáið ljós koma út um gluggann á einu húsinu við torgið í miðju þorpinu. Fyrir ofan dyrnar að því húsi sjáið þið skilti með mynd af svarthvítum fugli með eitthvað sem á sennilega að vera hárkolla á höfðinu.

    Þegar inn á kránna, sem er tvílyft timburhús, er komið sjáið þið að hópur þorpsbúa virðist vera þar saman kominn og á í hörkusamræðum, sem var hávaðinn sem þið heyrðuð. Það er autt ferhyrnt borð með átta sætum umhverfis það í einu horninu, og gengilbeina sem var að sópa þegar þið komuð inn fyrir býður ykkur sæti.

    Spoiler
    Show
    Látið það ekki koma ykkur á óvart að ég "spóli yfir" staði þar sem ég hefði venjulega leyft ykkur að segja eitthvað eins og "við förum á kránna" í venjulegri spilun, þetta er bara gert til að flýta fyrir - svona online leikir verða oft ansi hægir.
    Last edited by Swooper; 2008-01-09 at 12:57 PM.
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  7. - Top - End - #7
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Velan gengur að borðinu, pantar sér stóra máltíð, enda stór maður, stóra könnu af góðu öli, sest niður og fer úr stígvélunum, og slappar af eftir langann göngudag.

  8. - Top - End - #8
    Pixie in the Playground
     
    Zombie

    Join Date
    Feb 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    hinn snoppu fríði Hygweard fær sér sæti við hlið Velan og byður um svipaðan skammt.

    Rodovan gengur inná staðinn og fer að einu borðanna sem eru í salnum byður um bjór og fer síðan að kvarta í öllum þeim sem vilja heyra hvað þetta er slappur bjór og hvað dvergarnir kunna allir betri uppskriptir af bjór en menn
    Last edited by Lurch; 2008-01-10 at 07:17 PM.

  9. - Top - End - #9
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Hópurinn kemur sér vel fyrir, slakar á og sest að snæðingi. Þið getið ekki annað en tekið eftir umræðuefni annara kráargesta, sem virðist snúast um dreng úr þorpinu sem týndist í skóginum fyrr um daginn. Sumir virðast sannfærðir um að hann skili sér á endanum, aðrir eru áhyggjufullir um að hann hafi farið of nálægt Svartánni.

    Áður en langt er liðið á máltíðina gengur ljóshærður og svuntuklæddur maður á miðjum aldri að borðinu ykkar. Hann virðist frekar niðurdreginn en jafn framt mikið niðri fyrir. "Ég heiti Tolmar," segir hann, "og ég er eigandi þessarar krár. Mætti ég eiga orð við ykkur, ferðalangar?" Án þess að bíða eftir svari sest hann í auða sætið við borðið ykkar og útskýrir mál sitt: "Hópur af ungum börnum hélt út í skóginn snemma í morgun til að leika sér. Þau höfðu öll vit á að halda sig nærri þorpinu, og einn af eldri drengjunum var sendur til að hafa auga með þeim til öryggis. Um miðjan dag uppgötvaði hann að eitt barnið var horfið. Fóstursonur minn, Arton. Krakkarnir leituðu í skóginum í allan dag, kölluðu á hann... en þau fundu hann ekki. Núna er verið að skipuleggja leitarflokk sem fer af stað við sólarupprás í fyrramálið en... Enginn okkar er sérlega ratvís, við erum bændur, ekki veiðimenn. Við kunnum ekki að rekja slóðir, við gætum allt eins eyðilagt slóðina ef við rækjumst á hana fyrir tilviljun! Það eru heldur ekki mjög margir sem þorpið má missa úr vinnu á þessum tíma, það þarf að sjá um skepnur og sá í akra. Hver maður er mikils virði... getið þið hjálpað til við leitina á morgun? Ég skal bjóða ykkur ókeypis mat og gistingu ef þið leitið með okkur, og fundarlaun skyldi það vera einhver ykkar sem finnur drenginn minn. Ef villidýr hafa ekki rifið hann í sig."
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  10. - Top - End - #10
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Á Velan kemur lítið kímnisglott, þó ekki illkvitnislegt.

    Það er þó einhver heppni í óheppni. Ég er milli verkefna eins og stendur, og get því hjálpað við leitina, Við finnum fósturson þinn vafalaust, ja það er ef þið hinir sjáið ykkur fært að hjálpa manninum?


    Spoiler
    Show
    Bíð eftir svörum hinna


    Býst ég þá við að menn séu að skipuleggja leitina núna og í bítið? Það væri gaman að heyra áætlun ykkar þegar hún er fullbúin... já og eitt annað, hve langt inn í skóginum voru þau?
    Last edited by Cormorant; 2008-01-11 at 09:36 PM.

  11. - Top - End - #11
    Pixie in the Playground
     
    Zombie

    Join Date
    Feb 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Hygweard segir auðvitað hjálpum við þér. er það ekki strákar


    Rodovan gjógir augunum til Hygweard og segir Hvern ertu að kalla strák félagi.
    og heldur síðan áfram að sötra úr glasinu og umlar auðvitað skulum við hjálpa......

    ....ef við fáum eitthvað útúr því
    Last edited by Lurch; 2008-01-10 at 08:39 PM.

  12. - Top - End - #12
    Pixie in the Playground
     
    NecromancerGuy

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Seg ei meir, lagsmaður, og gef mér heldur annan skammt af kartöflustöppu og óttastu ei meir um son þinn, við finnum hann áður en dagur rís! Og minnstu ekki á fundarlau-
    Dvergarnir tveir eru snöggir að þagga niður í Waedry.

    Mhm. Einmitt það. Hvar sást til fóstursonar þíns seinast?

  13. - Top - End - #13
    Pixie in the Playground
     
    GreenSorcererElf

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    "Fundarlaun segir þú. Hve mikióÓÓÚÚÚ"
    Shinlongrien rekst "óvart" með vængina sína í höfuð Xerxes áður en hann segir "Að sjálfsögðu hjálpum við ... allir"
    Xerxes hvessir á hann augun, nuddar á sér höfuðið og segir "jú... já ... ætli það ekki."

  14. - Top - End - #14
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    "Þakka ykkur fyrir," segir Tolmar. "Ég er ekki ríkur maður, en kráin hefur þó gengið ágætlega upp á síðkastið og ég get boðið ykkur tuttugu gull-mörk* hverjum, og jafnvel innheimt greiða sem ég á hjá kaupmanninum og járnsmiðnum ef vörur þaðan freista ykkar." Hann lítur í átt að Borogrim og Velan: "Síðast sást til Artons í rjóðri um hálftíma göngu frá þorpinu til suðurs. Errick, drengurinn sem gætti barnanna í gær mun leiða leitarmenn þangað í fyrramálið." Brúnin á Tolmari hefur lyfst síðan hann kom að borðinu ykkar, og hann stendur upp. "Njótiði máltíðarinnar herramenn. Hanna!" kallar hann á gengilbeinuna, "fylltu krúsir þeirra og bættu á diskana!" Hann gengur bak fyrir barborðið og Hanna sér til þess að þið hafið nóg að eta og drekka um kvöldið.

    Spoiler
    Show
    *Mark er gullmyntin sem er slegin í Terenoc.

    Ef þið hafið einhverjar frekari spurningar eða e-ð sem þið viljið gera um kvöldið, skjótið. Annars látið mig vita að þið séuð tilbúnir að fara yfir á næsta dag.
    Last edited by Swooper; 2008-01-12 at 02:20 PM.
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  15. - Top - End - #15
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Ja, ekki hvern dag sem maður lendir í þessu (Gæðir sér á matnum)

    Kveldið er hinsvegar notað í að spyrja þá heimamenn sem virðast hafa verið partur af umræðunni sem var í gangi þegar hópurinn kom inn t.d. gengilbeinuna um svæðið og skóginn í kring.

    Fljótlega eftir það, er skriðið í bælin.

    Spoiler
    Show
    Gerist það oft að krakkar týnist hérna, ef svo er, finnast þeir ekki venjulega fljótt aftur? Eru dýrin hér í kring skæð? Hvernig lítur Arton út?

    Þessar spurningar ber ég upp við þorpsbúa.

    Ekkert ætla ég að gera annað um kveldið hinsvegar, nema að spyrja um hvað morgunmaturinn verði, og hvort að við getum fengið slatta af honum í nesti, þar sem eldamennskan (geri ég ráð fyrir) hafi verið góð.

  16. - Top - End - #16
    Pixie in the Playground
     
    GreenSorcererElf

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Shinlongrien Biður um meiri mat. Við verðum víst að safna styrk fyrir langa útidvöl. Eftir það dregur hann sig í hlé inn á herbergið sitt.

    Xerxes borðar í kyrrþey og lætur sig hverfa hljóðlega eftir matinn, þegar dvergarnir fara að hafa hærra.

    Spoiler
    Show
    Xerxes fer að skoða bæinn nánar, sérstaklega hvernig læsingar eru í húsum og hvort mikið sé af opnum gluggum á efri hæðum húsa. Hann verður að halda sig í formi þegar hann er svona uppí sveit. Ef hann sér eitthvað auðstelanlegt lætur hann að sjálfsögðu greipar sópa.

  17. - Top - End - #17
    Pixie in the Playground
     
    NecromancerGuy

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Meðan hópurinn situr að snæðingi tekur Borogrim til máls. Ég velti því fyrir mér hvort einhverjum hafi dottið í hug möguleikinn að hér hafi ekki einungis verið um slys að ræða.
    Hópurinn lítur hvumsa upp á Borogrim, sem heldur áfram Hvort að einhver hafi átt eitthvað sökótt við strákinn. Hvernig var t.d vinátta hans og þessa Erricks? Við getum ekki neitað að horfast í augu við þann möguleika að Arton hafi vísvitandi verið leyddur út í... ógöngur.
    Borogrim! Þú ert þó ekki að reyna halda því fram að börnin séu að, að.. skaða hvort annað vísvitandi?? Þetta eru krakkar! svarar Waedry með ásökunartón.
    Ah. Þú verður að athuga það, minn litli vin, að menn eru eigingjarnar verur í hæsta lagi. Þeir hafa auk þess ekki jafn sterka réttlætiskennd né tilhneygingu til löghlýðni. Ungir og vitlausir menn, gæti ég vel ímyndað mér að væru þeim mun líklegri til að láta eigingirnina hlaupa með sig í gönur.
    Borogrim réttir upp fingur til að stöðva gnóminn í að grípa fram í fyrir sér.
    Auk þess, auk þess, er ég ekki að segja að það hafi endilega þurft að vera eitt barnanna. Fóstursonur ríks kaupmanns gæti verið fýsileg bráð mannræningja sem hyggjast heimta lausnargjald. Það sem ég er kannski fyrst og fremst að segja, er að við ættum að vera við öllu búnir. Þetta gæti orðið leiðindamál...

  18. - Top - End - #18
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Ja, eitt er víst, að þú ert með Ímyndunaraflið í lagi, og ég hrósa þér fyrir það, en skal ég þó bíta á agnið.
    Það gæti vel verið að einn krakkanna hafi platað strákinn til að gera einhverja vitleysu, enda kemur það öðru hverju fyrir, en það á líklega eftir að komast upp á næstu dögum, og ætla ég að efa það að eldri strákurinn myndi gera slíkt, en honum er ekki, ja ógnað af hinum yngri krökkunum, auk þess að hann bar ábyrgð á þeim. Ekki hef ég heyrt það á lýsingunni að nokkur jafnaldri hans hafi verið með, og því ekki félagi hans þar til að etja hann áfram, eða stelpa sem hann væri með stæla fyrir. Við munum komast að því á morgun, hvort við getum treyst stráknum eða ekki.

    Varðandi mannrán, þá held ég að það sé nokkuð langt gengið að spekúlera með slíkt... sérstaklega upp á lausnargjald. Þó að þessi maður sé vel settur í bænum, þá er hann ekki ríkur. Þú mátt segja það um okkur að sumir okkar mannanna erum kannski eigingjarnir að ykkar mati, en ekki erum við þekktir fyrir heimsku.

    (Velan talar hvasst og greinilegt er að honum er ekki skemmt hverning dvergurinn talar niður til mannanna)
    Ef að barninu hefur verið rænt, þá hefur það verið út af öðrum ástæðum.

    Ég held hinsvegar að drengurinn sé einungis týndur, eins og krakkar gera, og við finnum hann áreiðanlega.

    En það þýðir að sjálfsögðu ekki að við getum ekki rætt um það yfir góðum mat. Ég legg þó til að jú, viðbúnir flestu, en ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu. Fer illa í magann (brosir).

  19. - Top - End - #19
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Um kvöldið gerist eftirfarandi:

    Velan:
    Spoiler
    Show
    • "Skógurinn er að sjálfsögðu hættulegur staður," segir ein konan á kránni þér, "en venjulega týnast börn ekki lengi í einu í skóginum. Við brýnum fyrir þeim að vera aldrei ein á ferð, en í dag voru þau í feluleik og Arton varð viðskila við hópinn."
    • Þegar þú spyrst fyrir um dýralífið í skóginum tala innfæddir um þetta venjulega sem þú myndir búast við að finna í skógi á þessum slóðum - birni, úlfa, greifingja, broddgelti og þess háttar. Flest halda þau sig all-fjarri þorpinu að jafnaði. Þegar þú spyrð skógarhöggsmann nokkurn sem situr með ölkollu í einu horninu á kránni, færðu þó athyglisverða sögu. Hann segir þér að hann hafi fyrir nokkrum árum farið ásamt félögum sínum djúpt inn í skóginn, þar sem trén eru stór og þykk. Þeim fannst lengi vel eins og fylgst væri með þeim, þar til á endanum þeir sáu glitta í skepnu sem var harla ógnvænleg. Skógarhöggsmaðurinn lýsir fyrir þér hræðilegu skrýmsli, svart og rautt að lit, á stærð við hest, með langar hárbeittar klær og vígtennur. Hér verða lýsingarnar óljósari, en sagan endar þannig að þeir komust allir í bæinn við illan leik.
    • Lýsing á Arton er auðfengin hjá kráareigandanum, fósturföður hans. Hann er lítill eftir aldri, með stuttklippt dökkbrúnt hár, útstæð eyru og freknótt andlit. Hann var klæddur í ljósgræna skyrtu og stuttar brúnar buxur þegar hann fór út um morguninn.
    • Í morgunmat er brauð og köld pylsa, og sjálfsagt er að fá afganginn í nesti.


    Xerxes:
    Spoiler
    Show
    Þú röltir um þorpið, sem er myrkvað fyrir utan einstaka lampatýru í sumum glugganna. Myrkrið er þér engin fyrirstaða þökk sé meðfæddrar nætursjónar. Dýpst í skógunum í suðaustri, þar sem xeph hafast við, verður skógurinn sums staðar svo þykkur að sólarljósið nær ekki niður á skógarbotninn. Húsin eru flestöll frekar fátækleg timburhús á einni hæð, með ýmist strá- eða timburþökum. Kráin og hús kaupmannsins eru einu tvílyftu húsin. Þú sniglast í kringum kaupmannshúsið (þér virðist búðin vera á neðri hæðinni og íbúð á þeirri efri) í dágóða stund, en það er kyrfilega læst og hlerar fyrir gluggunum. Þú ákveður að láta það eiga sig í bili, röltir aðeins um göturnar í viðbót en finnur ekkert áhugaverðara en strákúst eða tóma fötu.
    Last edited by Swooper; 2008-01-16 at 05:14 PM.
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  20. - Top - End - #20
    Pixie in the Playground
     
    Zombie

    Join Date
    Feb 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Eftir því sem ölkollurnar verða fleirri eftir því sem að á líður á kvöldið, verður Radovan málglaðari, og Borogrim gerir ekkert til að draga úr móði félaga síns.
    Og svo er þetta ekkert veður sem er hérna! Hvað maður gæfi ekki fyrir góðan snjóstorm! Og ekki undrar mig að börnin týnist. Engin samábyrgð í þessum mann-!
    Radovan, ég held að við ættum ekki fá þorpið alfarið á móti okkur... grípur Borogrim fram í.
    Hrmph. Þeir virðast þurfa aðstoð okkar dverganna hvort sem er. muldrar Radovan á dvergnesku.

    Dvergarnir eru síðan meðal síðustu gesta til að yfirgefa matsalinn, og þramma upp á herbergi sín, með beinakex að nesti sem að þeir höfðu sníkt hjá gengilbeinunni.

    Hygeweard rabbar við nokkra þorpsbúa og fær sér hressingargöngu í skógarminninu. Nema nokkuð komi upp á, snýr hann fljótt upp á kráarherbergi sitt, og undirbýr sig fyrir morgundaginn.

  21. - Top - End - #21
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Morgunninn eftir, fljótlega eftir sólarupprás, vekur Tolmar ykkur alla með banki á herbergishurðirnar ykkar. Þið fáið morgunmat í matsalnum á neðri hæð krárinnar, og síðan safnist þið saman ásamt öðrum leitarmönnum við brunninn í miðju þorpinu. Hópurinn er ekki stór. Fyrir utan ykkur er um tugur fullorðinna, Tolmar þar á meðal, og svo drengur á að giska þrettán vetra, sem mun vera Errick. Hann er þrekinn og útitekinn, með dökkbrúnt hrokkið hár.

    Þegar allir leitarmenn eru mættir er laggt af stað út um þorpshliðið og inn í skóginn. Errick fer fremstur til að vísa veginn að svæðinu sem börnin léku sér á daginn áður. Eftir rúmlega hálftíma göngu eftir troðnum slóða í suðurátt, kemur hópurinn í nokkuð stórt rjóður, um sex eða sjö metrar að þvermáli. "Hér," útskýrir Errick, "sáum við Arton síðast. Krakkarnir voru í feluleik, og höfðu tekið nokkar umferðir áður en Arton hreinlega hvarf. Hann fannst aldrei í síðasta skiptið sem hann faldi sig. Ég held að hann hafi síðast farið í þessa átt," segir hann og bendir í suð-vestur.

    Spoiler
    Show
    Jæja, nú megið þið taka Survival köst upp á að finna slóðina, eða ef þið hafið einhverja aðra hæfileika sem þið viljið reyna að nýta ykkur, spurningar eða eitthvað annað - takið það fram. Sir Waedry, endilega merktu við á charactersheetinu þínu hvaða manouvres þú ert með ready (þrír af þeim fjórum sem þú kannt). Rodovan, skrifaðu inn hvaða galdra þú memorisar.
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  22. - Top - End - #22
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Þegar í rjóðrið er komið, og Errick hefur talað, lítur Velan í kringum sig. "Nújæja, þá er bara að byrja leitina". Hann gengur því hægt í suð-vestur átt, og leitar gaumgæfilega eftir brotnum greinum, eða einhverjum ummerkjum eftir strákinn.

    Spoiler
    Show


    Ja, þar sem þú vilt vita manuver og galdra, þá vil ég koma því á framfæri að ég sumsé nota Glaive-inn minn sem göngustaf, þar til skógurinn verður of þykkur.

    Ég ætla líka að halda mér framarlega í hópnum, ef ekki fremst.

    Survival Roll:
    (1d20+2)[4](6)


  23. - Top - End - #23
    Pixie in the Playground
     
    NecromancerGuy

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Óttaleg reikistefna er þetta, það væri nú nær að gera þetta eitthvað skipulega... Muldrar Borogrim, en gerir þó engar athugasemdir sem slíkar við forystumenn leitarhópsins, en fer þess í stað að dæmi Velan og skimar eftir einhverju sem gæti reynst vísbending.

    Spoiler
    Show
    Borogrim kastar þá upp á untrained Survival check: (1d20+3)[13]


    Sir Waedry hinsvegar, hnippir í næsta mann (eða hnéið á næsta manni) dregur augað í pung og segir spekingslega Þegar þú ert í vafa, fylgdu nefinu á þér. Að því mæltu þefar hann út í loftið og röltir af stað.

    Spoiler
    Show
    Ég býð stjórnanda að kasta scatterdie fyrir Waedry til að ákvarða í hvaða átt gnómurinn þvælist, með þó þeim fyrirvara að hann röltir sennilega ekki rakleiðis til baka í átt að þorpinu (Og þó, þar sem að hann er með 7 í wisdom, gæti ég alveg trúað honum til þess...)
    Last edited by Sir Thorri; 2008-01-23 at 09:56 PM.

  24. - Top - End - #24
    Pixie in the Playground
     
    Zombie

    Join Date
    Feb 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Hygweard segir ekkert ótrúlega margt muldrar þó eitthvað og fer byrjar að skoða sig um
    Spoiler
    Show
    kasta survival jámm og er meirað segja með +6 í því (1d20+6)[4](10)Hygweard er með Power áruna í gangi +1 damage rolls


    Rodovan er gengur frekar nálægt Borogrim, hann kjaftar kanski meira en nauðsinlegt er. Við Verðum að Halda okkur frekar nálgt hverjum örðum allaveganna í sjónlínu.
    Spoiler
    Show
    Rodovan kastar uppá untrained survival. (1d20+3)[7](10)
    Last edited by Lurch; 2008-01-27 at 05:04 PM.

  25. - Top - End - #25
    Pixie in the Playground
     
    GreenSorcererElf

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Xerxes fer kíkir aðeins í kringum sig, en veit ekki alveg að hverju hann er að leita.
    Spoiler
    Show
    untrained survival með +2: (1d20+2)[12](14)


    Shinlongrien er ekki mikið betri að átta sig á þessum skógi þar sem hann er bara vanur sínum álfaskógi.
    Spoiler
    Show
    untrained! survival með +0 (1d20+0)[3](3) Já ég klikkaði smá á skógarpælingunni þarna
    Last edited by Johsi; 2008-01-28 at 05:59 AM.

  26. - Top - End - #26
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Leitarhópurinn dreifir sér um skóginn til að kanna sem mest svæði, þið gætið ykkar þó á að vera innan kallfæris hver við annan. Engum ykkar tekst að finna tangur né tetur af drengnum áður en sólin er komin í hádegisstað, og öðrum leitarmönnum gengur svipað vel. Það er eins og skógurinn hafi hreinlega gleypt hann. Um hádegisbilið er áð í öðru rjóðri til að snæða hádegisverð í flýti áður en leitinni er haldið áfram. Stuttu eftir það gengur Waedry hins vegar fram á nokkuð sem gæti reynst hjálplegt: Stór og pattaralegur skógarhéri situr og japlar í makindum á fjólu í litlu rjóðri þar sem sólinni hefur tekist að varpa geislum sínum í gegnum laufþykknið. Hann lítur upp, og Waedry finnst snöggvast eins og ekki sé laust við að hann sé sposkur á svipinn.
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  27. - Top - End - #27
    Pixie in the Playground
     
    NecromancerGuy

    Join Date
    Oct 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Svona, svona Waffles, vertu kurteis. Segir Waedry og Waffles hættir lágværa urrinu sem hann hafði beint að héranum.
    Waedry lítur í kringum sig og aðgætir hvort að nokkur annarra leitarmanna veiti honum athygli meðan hann nálgast hérann og ávarpar hann. Sæll félagi. Ekki geri ég ráð fyrir að þú hafir rekist á ungan mann á ferli hér í grend síðasta sólarhringinn. Eða orðið var við óvenjulegar mannveruferðir upp á síðkastið? Það gæti verið gulrót inn í myndinni ef svo er. Segir Waedry og blikkar hérann.

  28. - Top - End - #28
    Bugbear in the Playground
    Join Date
    Mar 2007
    Location
    Reykjavík, Iceland
    Gender
    Male

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Hérinn virðir Waedry fyrir sér í stutta stund, og hnusar út í loftið áður en hann svarar: "Ég man eftir mann-ungunum sem voru hér í gær. Einn þeirra reyndi að henda steini að mér. Ég man líka að einn mann-unginn fór lengra inn í skóginn en hinir. Ég get fylgt þér þangað sem hann fór." Að því mæltu hoppar hann af stað í gegnum undirgróðurinn og Waedry á fullt í fangi með að fylgja honum. Hann hefur þó rænu á að kalla á restina af hópnum sem fylgir á eftir, upp til hópa skilningssljóir um hvers vegna gnómurinn hefur tekið upp á að elta héra allt í einu. Hygweard tekur hins vegar fljótt eftir barnssporum í moldarflagi við leið hérans, og hvetur hina áfram. Eftir flókinn eltingaleik gegnum burknaþykkni, undir trjárætur og yfir lækjarsprænur nemur hérinn staðar við jaðar stórs rjóðurs, nálægt bökkum Svartárinnar. Hann þiggur launin sem honum var lofað, og hverfur svo aftur inn í skóginn.

    Nokkuð greinileg spor, sem er einungis hægt að áætla að tilheyri Artoni, liggja inn í rjóðrið. Þegar hópurinn gengur hikandi og var um sig áfram, sjá allir svo ekki er um villst að hér hafa átök átt sér stað. Grasið er víða hálf-troðið niður og sums staðar rifið upp. Þornað blóð má sjá á dauðum trjástofni í einum jaðrinum, og í grasinu þar á. Nokkrir hrafnar hnita hringi hátt fyrir ofan. Svo virðist sem spor drengsins liggi ekki út úr rjóðrinu aftur.
    Quote Originally Posted by Narsil View Post
    This is a D&D web forum. There's more cheese here than there is in France.
    Avatar by Savannah

  29. - Top - End - #29
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Velan gengur rösklega inn í rjóðrið, og stefnir í átt að hröfnunum (það er, undir þá), og ætlar sér að leita þar, og allstaðar annarstaðar í rjóðrinu að Artoni, lifandi eða dauðum.
    Velan er orðinn æstari og einbeittari en áður, eftir aðkomuna í rjóðrinu, þar sem nú er víst að eitthvað hefur í alvörunni gerst.
    Þar sem engin fótspor sjást, þá leitar hann að dragförum eða einhverjum öðrum fótsporum en Artons.


    Spoiler
    Show
    Ja, ekki veit ég nákvæmlega hverju þarf að rolla hér, mögulega survival, en maður veit það barasta ekki, en þetta er nú allt á charactersheetinu, þannig að það ætti að reddast

  30. - Top - End - #30
    Pixie in the Playground
    Join Date
    Sep 2007

    Default Re: Secrets of the Dragonstones [IC]

    Spoiler
    Show
    Survival Roll, trained

    (1d20+2)[14](16)

    Search Roll, untrained

    (1d20+1)[15](16)
    Last edited by Cormorant; 2008-02-03 at 08:44 AM.

Posting Permissions

  • You may not post new threads
  • You may not post replies
  • You may not post attachments
  • You may not edit your posts
  •